Yfirskrift alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár er kvíð, þessi tilfinning sem við finnum öll fyrir á einhverjum tíma ævinnar í mismiklum mæli hvort sem við glímum við andleg veikindi eður ei. Skyldar tilfinningar eru hræðsla, ótti, fælni og jafnvel áhyggjur einnig. Óöryggi er oftast ástandið af hverjum allar þessar slæmu tilfinningar koma . Sama á við um óstöðugleika, sem valdeflingin bætir. Á móti gildir annað í glímunni við ýmsa andlega kvilla sem eigi er hægt að hafa á algjöra stjórn ef einhverja. Sagt er að við stjórnum tilfinningum okkar, en það er greinilega rangt að telja það algjörlega rétt. Í minni áföllum tilverunnar náum við að halda okkur nokkuð innan marka stjórnunar á tilfinningum okkar. Stærri áföll eru hinsvegar erfiðari tilfinningalega eins og að glíman við þau. Síðan þegar einhver slæm tilfinning verður árátta verður hún sjúkleg. Stjórnunin er aðalatriðið. Jafnvel hefur maður heyrt að afreksíþróttafólk þrífist á kvíða fyrir keppnum sem drífur það áfram þar sem annars ræður kæruleysi för. Annað er þegar kvíði er varanlegur með sínum kvíðaröskunum með tilheyrandi fælniviðbrögðum. Þá er óttinn farinn að taka öll völd og slæmu tilfinningarnar orðnar stjórnlausar eins og sjúklegar. Reynsla þess sem þetta ritar er að slæmar tilfinningar líða hjá, en víst er að þetta er ei reynsla sem eru eða hafa verið fastir í slæmum tilfinningum. Það er ekkert sem segir að maður komist yfir slæmt í tilverunni sinni, en það verður að vona og treysta á að maður öðlist lækninguna þó að óralangan tíma í það. Aðalatriðið er að viðurkenna kvíðann eins og aðrar slæmar tilfinningar og leita hjálpar, hjá fagfólki eða hjá því fólki sem hefur reynsluna af baráttunni hörðu við kvillana sem kvíða og öðrum slæmum tilfinningum fylgja og lifa með reisn.
Steinar Almarsson
fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn
alþjóða geðheilbrigðisdagsins á Íslandi