Geðheilbrigðið og vinnustaðurinn

Almennt heilbrigði starfsmanna á vinnustöðum ætti að vera forgangsatriði allra yfirmanna á öllum vinnustöðum. Að minnsta kosti ber að kanna líðan starfsmanna eins og gangverkið í starfseminni. Slæm líðan þýðir minni afköst og slakari afkoma. Hvatningin frá yfirmönnunum til starfsmanna um að passa upp á andlega líðanina ogað fyrirbyggja það að verða andlega veikur eins og að passa upp á líkamlegu heilsuna ætti einnig að vera forgangsmál yfirmanna. Öll veikindi þýða fjarvera frá vinnunni og þá verður vinnustaður af verðmætum mannauði.Því miður ei viðurkennt að geðræn heilsa sé einnig heilsa eins og líkamlega heilsan. Jafnvel er talið að andleg veikindi séu aumingjaskapur. Samkvæmt þeirri trú er þar með því haldið fram að aðeins annað fólk veikist á geði. Aftur á móti eru ýmsir áhrifaþættir í umhverfi samfélags og vinnustaða sem valda því að fólk veikist á geði, líkt og andleg veikindi væru smitsjúkdómar. Mikil áföll, öll bölsýni, slök sjálfsmynd, skorturinn á umhyggjunni, vonleysið, úrræðaleysi eins og óttavekjandi og kvíðavaldandi atvik eru áhrifavaldar að andlegum veikindum.Á vinnustöðum bætast við slæm áhrif á geðheilsuna: Slæmur starfsandi með metingi á milli starfsfólks, valdabarátta með tilheyrandi andlega ofbeldi og slæmt starfsskipulag. Síðarnefnt atriði er vanmetið þar sem í starfsskipulagi þarf að passa upp á að starfsmennirnir hafi hvorki of mikla né of litla ábyrgð og passa að setja hvorki of mörg né of fá verkefni á hvern starfsmann (með skorti á góðri áreynslu) og hafa þarf skýrar leiðbeiningar fyrir verkefni starfs síns sem eru rétt verk fyrir réttan starfsmann. Eigi má gera starf að vélrænni rútínu heldur hafa sveigjanleika eftir aðstæðum og hvíla sig og endurnærast nægilega eftir hver átök. Aðalatriðið er að finna jafnvægið og halda jafnvægi eins og lífið er og tilveran stefnir að í reynd. Jafnvægi er þó ei það sama og hófstilling, sem er bæði óhjálpleg og ruglandi.

Steinar Almarsson