Um okkur

Við erum sjálfstæð stjórn sem skipuleggur viðburðinn alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn sem haldnn er árlega þann 10. október. Þessi viðburður er haldinn út um allan heim og er betur þekktur sem World Mental Health Day en þar er hann á vegum WHO.

Hér á Íslandi var þessi viðburður í umsjá Geðhjálpar til að byrja með og seinna meir voru þeir í samstarfi við geðræktarsamtök og var lengi samansett af bæði skjólstæðingum og starfsmönnum Vin, Læk, Hlutverkasetri, Hugarafli og Geysir ásamt þeim sem voru að vinna hjá borginni.

Tilgangur með þessum degi er að koma áleiðis vitundarvakningu og sporna gegn fordómum með því að auka fræðslu varðandi geðheilbrigði.

Geðheilbrigði nær yfir stærri hóp en margir hafa haldið þar sem það er algengara að fólk brennur út á vinnumarkaði sem hefur bæði andleg og líkamleg áhrif. Við vitum að líkamleg og andleg heilsa hangir saman og verðum við öll að standa saman og hlúa að hvort öðru og okkur sjálfum í stað þess að dæma.

Stjórnin

Formaður: Orri Hilmarsson

Varaformenn: Anton Magnússon og Guðrún Stella Ágústsdóttir

Stórnarmenn: Pálína Björnsdóttir og Logi Rúnar Jónsson

Aðstoðarmaður: Ögmundur Haraldsson