
Í ár er það K.Youze sem teiknar myndirnar fyrir 10.október og kunnum
við honum bestu þakkir fyrir.
Titill myndana árið 2026 er ,,Ferðalag Sidda.”
Í upphafi nýs árs er oft mikill hugur í fólki sem ætlar að
taka margt í gegn í lífi sínu t.d. heilsu, fjármál og að hitta
fjölskyldu og vini oftar. Þetta eru allt góð markmið en gæta þarf þess
að byrja smátt og síðan að halda áfram. Hver og einn þarf að sníða
markmiðin að sér, ekki bera sig saman við aðra. Best er að ,,vera maður
sjálfur” eins og segir á myndinni.
