Mynd mánaðarins 10. Ágúst 2025

Mynd mánaðarins 10.ágúst 2025.

Helga Þóra Ármann teiknar myndirnar í ár fyrir stjórn Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10.október á Íslandi. Við þökkum fyrir vinnu hennar við að gera daginn sýnilegri og gott verk fyrir geðfatlaða sem alla aðra.

Mottó dagsins í ár er:,,Tími til kominn til þess að forgangsraða geðheilbrigði á vinnustaðnum.” (e. ,,It is Time to Prioritise Mental Health in The Work Place.” WHO 10.10.2025.).

Mynd ágústmánaðar lýsir of miklu vinnuálagi mjög vel. Hér er kona, sem er yfir sinni deild, nánast búin með alla sína orku að öllu leyti, verkefnin hrannast upp og hún heldur sér uppi á Kaffi með miklu koffíni. Gott dæmi um alþjóðlega vinnumenningu er spjaldið á veggnum með áletruninni ,,Haldið ró ykkar og haldið áfram.”
Þetta er ein túlkun á myndinni, hver og einn getur fundið sína út úr teikningunni.