Mynd mánaðarins 10. október 2025

Mynd október mánaðar er af þremur vinnufélögum í kaffispjalli. Konan lengst til vinstri hugsar: ,,Er líf mitt allt í flækju, hvernig leysi ég úr henni” (Edna í stjórninni). Konan í miðjunni hugsar: ,,Ég hlakka til fara heim á eftir og fara með hundinn minn út í göngtúr” (Pálína í stjórninni). Maðurinn lengst til vinstri hugsar: ,,Best að sýna þeim myndir úr fríinu mínu til Tenerife, gott að létta aðeins andrúmsloftið eftir þessa miklu vinnutörn síðustu tvo daga” (Orri í stjórninni).

Skapa verði öruggt rými á vinnustað því ekki sést á fólki hvað það er að kljást við innra með sér.