Mynd mánaðarins 10. október 2025

Mynd október mánaðar er af þremur vinnufélögum í kaffispjalli. Konan lengst til vinstri hugsar: ,,Er líf mitt allt í flækju, hvernig leysi ég úr henni” (Edna í stjórninni). Konan í miðjunni hugsar: ,,Ég hlakka til fara heim á eftir og fara með hundinn minn út í göngtúr” (Pálína í stjórninni). Maðurinn lengst til vinstri hugsar: ,,Best að sýna þeim myndir úr fríinu mínu til Tenerife, gott að létta aðeins andrúmsloftið eftir þessa miklu vinnutörn síðustu tvo daga” (Orri í stjórninni).

Skapa verði öruggt rými á vinnustað því ekki sést á fólki hvað það er að kljást við innra með sér.

Mynd mánaðarins 10. September 2025

Mynd septembermánaðar er af geimfara sem situr í jógastöðu ogsvífur í loftinu,staddur í geimnum og er því algjörlega í núinu. Vegnaþyngdarleysis þar er auðvelt að svífa um án þess að hafa fyrir því. Meðástundun jóga og núvitundar (Mindfulness) er auðvelt að halda sér ínúinu. Á vinnustöðum getur fólk tekið 2-3 mínútur í að loka augunum, sjásig sjálft á friðsælum stað jafnvel svífandi. Að sjálfsögðu skal þettagert í matar-/kaffitíma. 😆

Geðheilbrigðið og vinnustaðurinn

Almennt heilbrigði starfsmanna á vinnustöðum ætti að vera forgangsatriði allra yfirmanna á öllum vinnustöðum. Að minnsta kosti ber að kanna líðan starfsmanna eins og gangverkið í starfseminni. Slæm líðan þýðir minni afköst og slakari afkoma. Hvatningin frá yfirmönnunum til starfsmanna um að passa upp á andlega líðanina ogað fyrirbyggja það að verða andlega veikur eins og að passa upp á líkamlegu heilsuna ætti einnig að vera forgangsmál yfirmanna. Öll veikindi þýða fjarvera frá vinnunni og þá verður vinnustaður af verðmætum mannauði.Því miður ei viðurkennt að geðræn heilsa sé einnig heilsa eins og líkamlega heilsan. Jafnvel er talið að andleg veikindi séu aumingjaskapur. Samkvæmt þeirri trú er þar með því haldið fram að aðeins annað fólk veikist á geði. Aftur á móti eru ýmsir áhrifaþættir í umhverfi samfélags og vinnustaða sem valda því að fólk veikist á geði, líkt og andleg veikindi væru smitsjúkdómar. Mikil áföll, öll bölsýni, slök sjálfsmynd, skorturinn á umhyggjunni, vonleysið, úrræðaleysi eins og óttavekjandi og kvíðavaldandi atvik eru áhrifavaldar að andlegum veikindum.Á vinnustöðum bætast við slæm áhrif á geðheilsuna: Slæmur starfsandi með metingi á milli starfsfólks, valdabarátta með tilheyrandi andlega ofbeldi og slæmt starfsskipulag. Síðarnefnt atriði er vanmetið þar sem í starfsskipulagi þarf að passa upp á að starfsmennirnir hafi hvorki of mikla né of litla ábyrgð og passa að setja hvorki of mörg né of fá verkefni á hvern starfsmann (með skorti á góðri áreynslu) og hafa þarf skýrar leiðbeiningar fyrir verkefni starfs síns sem eru rétt verk fyrir réttan starfsmann. Eigi má gera starf að vélrænni rútínu heldur hafa sveigjanleika eftir aðstæðum og hvíla sig og endurnærast nægilega eftir hver átök. Aðalatriðið er að finna jafnvægið og halda jafnvægi eins og lífið er og tilveran stefnir að í reynd. Jafnvægi er þó ei það sama og hófstilling, sem er bæði óhjálpleg og ruglandi.

Steinar Almarsson

Mynd mánaðarins 10. Ágúst 2025

Mynd mánaðarins 10.ágúst 2025.

Helga Þóra Ármann teiknar myndirnar í ár fyrir stjórn Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10.október á Íslandi. Við þökkum fyrir vinnu hennar við að gera daginn sýnilegri og gott verk fyrir geðfatlaða sem alla aðra.

Mottó dagsins í ár er:,,Tími til kominn til þess að forgangsraða geðheilbrigði á vinnustaðnum.” (e. ,,It is Time to Prioritise Mental Health in The Work Place.” WHO 10.10.2025.).

Mynd ágústmánaðar lýsir of miklu vinnuálagi mjög vel. Hér er kona, sem er yfir sinni deild, nánast búin með alla sína orku að öllu leyti, verkefnin hrannast upp og hún heldur sér uppi á Kaffi með miklu koffíni. Gott dæmi um alþjóðlega vinnumenningu er spjaldið á veggnum með áletruninni ,,Haldið ró ykkar og haldið áfram.”
Þetta er ein túlkun á myndinni, hver og einn getur fundið sína út úr teikningunni.