mynd eftir Kalliyouze
Author: Gudrun Stella
Geðheilbrigði eru almenn mannréttindi
Við viðurkennum almennt að allir hafi mannréttindi án manngreinarálits. Aftur á móti er enn til staðar sú hugsun sem felst í því að fólk missi öll mannréttindi sín þegar það gerir eitthvað af sér og fær dóm fyrir refsiverð athæfi. Að sama skapi er líkt og allt það fólk sem veikist á geði sé dæmt til að missa mannréttindi sín og nánast réttinn til þess að lifa hvort heldur á meðal annars fólks eða sé dæmt til útilokunar frá samfélagi fólks og þá um alla tíð.Það er eins og það sé alvarlegur glæpur að verða veikur á geði. Þá er eins og geðsýki sé sett að jöfnu við lífstíðarfangelsi þar sem fólkið sem veikist á geði er talið hættulegt samfélaginu á meðan fólkið sem verður líkamlega veikt (eins hendir okkur öll á einhverjum tíma) er fórnarlömb umhverfisaðstæðna sinna. Sannleikurinn leiðir hinsvegar hið gagnstæða í ljós þar eð líkamlega veikt fólk smitar út frá sér og er jafnvel veikt vegna vanrækslunnar sinnar eða kæruleysis í lífsstíli sínum á meðan það fólk sem veikist á geði er oftar en ekki veikt vegna aðstæðna sem það hefur engan veginn stjórn á eða eru því ásköpuð í æskunni eða tengd áföllum sem allir upplifa. Í stuttu máli, fólk sem veikist á geði á ekkert skilið að fá dóm götunnar yfir sig sem er eins og dauðadóm eða lífstíðardóm um að lifa utan mannlegs samfélags í stað þess að lifa á meðal annars fólks og þá sem heiðvirtir borgarar.Við það að missa geðheilsuna missir maður eigi öll mannréttindin sín. Að dæma er vítavert athæfi. Heldur skal leita lausna, sem í tilvikum þess að missa geðheilsuna er að leita lækninga og bóta. Geðsýki hefur breidd og það gengur misvel og í mörgum tilvikum mjög illa að finna lækningu. Það sem er víst að enginn hefur rétt á að dæma og enginn á skilið að fá dóm götunnar yfir sig þegar geðræn veikindi koma upp til lengri eða skemmri tíma. Heldur höfum við öll réttinn til að leita hjálpar og lækningar, sama hvort í líkamlegum eða geðrænum veikindum. Hafa skal hugfast í það að dæma kemur af ótta og engin ástæða er til að óttast. Óttinn er í raun eini óvinurinn þegar kemur að því að lækna og bæta vanda.
Höfundur:
Steinar Almarsson
Mynd mánaðarins 10. september 2024
mynd eftir Kalliyouze
Mynd mánaðarins 10. ágúst 2024
mynd eftir Kalliyouze
Mynd mánaðarins 10. júlí 2024
mynd eftir Kalliyouze