Laugardaginn 9.mars 2024 bauð forseti Íslands, herra Guðni Th.
Jóhannesson,okkur í stjórn Íslands fyrir Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn
10.október (ár hvert) í heimsókn á Bessastaði. Mætt voru: Orri
Hilmarsson formaður stjórnar, Ögmundur Kisi Haraldsson, Guðrún Stella
Ágústsdóttir og Pálína Björnsdóttir meðstjórnendur. Spjallað var um
daginn og veginn, einnig hrósaði forsetinn okkur fyrir starf okkar og
óskaði deginum velfarnaðar. Drukkið var síðdegiskaffi með kleinum. Að
lokum fékk stjórnin einkaleiðsögn með forsetanum um hluta Bessastaða.
Við þökkum fyrir ánægjulega stund og fróðlega skoðunarferð. Fráfarandi
forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, óskum við gæfu í leik og
starfi í framtíðinni ásamt frú Elísu Reid.
Mynd mánaðarins 10. mars 2024
Mynd eftir Kalliyouze
Aðalfundur stjórnar
Aðalfundur stjórnar verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2024 klukkan 20:00 í Hlutverkasetri á horninu við Borgartún 1 og Guðrúnartún (bogalagaða húsið á 2. hæð)
Allir áhugasamir eru velkomnir
Kær kveðja,
stjórn
Mynd mánaðarins 10. febrúar 2024
Mynd eftir Kalliyouze
Mynd mánaðarins janúar 2024
þið sem viljið getið fylgst með heimasiðunni www.10.okt.is vegna alþjóðlega geðheilbriðisdaginn og mun 10. hvers mánaðar hann Kalli Youze príða myndir sínar um kvíða á okkar heimasiðu þetta er góð leið til minna á geðheilbriðismál varða efla fræðslu og þekkingu.